Andlistgrímur

allt sem þú þarft að vita

Almennur misskilningur

Við skulum byrja á því að fara yfir almennan misskilning þegar kemur að andlitsgrímum (þá erum við að tala um grímur sem framleiddar eru fyrir heilbrigðiskerfið). Þvert á það sem flestir halda þá eru nánast allar grímur hannaðar til þess að vernda aðra frá þeim sem er með grímuna. Almennur misskilningur virðist vera uppi í samfélaginu þar sem fólk stendur í þeirri trú að gríman sé hönnuð til að vernda þann sem er með grímuna, þetta er ekki rétt.


Hefðbundnar læknagrímur (sem eru vinsælar úti í samfélaginu, sérstaklega í Asíu)


Þessar grímur eru hannaðar fyrir skurðlækna (og lækna) til þess að koma í veg fyrir að læknarnir smiti sjúklinga. Sem dæmi er MJÖG mikilvægt að skurðaðgerðir séu framkvæmdar í sótthreisuðu umhverfi. Sjúklingurinn er oftast uppi á skurðborðinu með líkamann opinn og komist sýklar beint þar inn getur það haft skelfilegar afleiðingar. Hefðbundnar læknagrímur koma í veg fyrir að fruss, hnerr og hósti berist út í loftið (og í framhaldinu inn í sjúklinginn).

Inflúensu vírusar og COVID-19 sem dæmi KOMAST Í GEGNUM þessar grímur þar sem þessir vírusar eru einstaklega litlir (60-140 nanómetrar). Allra fullkomnustu læknagrímurnar eru með þéttleika upp á 0,3 míkrómetra (300 nanómetrar). En eins og með klúta, trefla Buffaló o.s.frv þá hjálpar auðvitað alltaf að hafa eitthvað fyrir andlitinu frekar en ekkert þó svo að sú fyrirstaða hjálpi aðeins takmarkað.

N95 öndunargrímur eru framleiddar til vernda þann sem er með grímuna


Það eru þó til grímur sem framleiddar eru til að vernda þann sem ber grímuna. Þessar grímur kallast N95 öndunargrímur og eru sérstaklega hannaðar til að vernda heilbrigðisstarfsfólk (og sökum skorts er mikilvægt að almenningur sé ekki að verða sér úti um svoleðis grímur) frá sýklum svo það geti starfað í kringum veikt fólk. Þær kallast N95 því þær blokka um 95% af vírusum í andrúmsloftinu. Þessar grímur er einnota, eftir um hálftíma noktun byrjar raki að myndast í miklu magni og þá þarf að henda þeim og setja upp nýja.

Af hverju andlistgrímurnar okkar?

Smelltu hér til að skoða úrvalið

- Þær eru þriggja laga.

- Skortur er á læknagrímum í heilbrigðiskerfinu, ef þú ætlar að kaupa þér grímu kemur þú í veg fyrir að stuðla að því vandamáli ef þú kaupir hana af okkur. Eins og áður hefur komið fram þá getur það hjálpað að hafa eitthvað fyrir andlitinu þó svo að það tryggi alls ekki að þú komist hjá því að smitast.

Ath. Mikilvægt er að setja grímurnar í þvottavél daglega, það er í lagi að þvo þær á 60 gráðum.
Hvað gera grímurnar

- Verja okkur þegar við snertum á okkur nef og munn.
- Þegar við hóstum hjálpa grímurnar að draga út dreifingu sýkla.
 

Hvað gera grímurnar ekki:

- Þó svo að grímurnar geti hjálpað til að verja frá sýklum í umhverfinu þá tryggja þær alls ekki að þú komist hjá smiti.
 

Greinarhöfundur

Ég er skoðunarsterkur og hvatvís einstaklingur með stórt ímyndunarafl. Mín uppskrift er einhvernvegin svona: 3 bollar frumkvöðull, 2 bollar forritari og 4 bollar forvitni. Ég er íþróttamaður og er margfaldur íslandsmeistari og methafi í spretthlaupum. Ég þjálfaði einnig Parkour í mörg ár. Einn af mínum helstu eiginleikum er að búa til eitthvað úr engu. Einn af mínum helstu göllum er að hlaupa of fljótt af stað í ný verkefni án þess að átta mig á skuldbindingunni sem fylgir verkefninu.